20.11.1941
Sameinað þing: 15. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Finnur Jónsson:

Það eru að vísu á dagskrá á þessum fundi nokkur mál, sem allmikils er um vert, sérstaklega 1. málið, trúnaðarbrot við Alþ. En þar sem telja má, að upplýst sé við umr. hér á þinginu, hver hinn seki er, og þar sem augljóst má vera af því nál., sem fyrir liggur í málinu, að þingvilji er fyrir því að víta þetta brot, þá segi ég fyrir mig, eftir að hv. 1. þm. Árn. hefur borið fram till. sína og fært nokkur rök fyrir því, að þm. sé nauðsyn að hverfa héðan skjótlega á brott, að ég legg ekki kapp á frekari umr. um málið, — ekki sízt þar sem áminning sú, sem hinn seki hefur fengið í nál., ætti að vera honum nokkur viðvörun framvegis, ef hann á eftir nokkra tilfinning fyrir sóma og virðingu Alþingis, — og segi því já.