20.11.1941
Sameinað þing: 15. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Ingvar Pálmason:

Ég mun vera elztur þingmanna og eiga lengsta leiðina heim og eiga allra þm. óvissastan farkost. Þrátt fyrir það tel ég, að sum af þeim málum, sem liggja hér fyrir og vísa á frá, séu svo mikilsverð, að ekki dytti mér í hug annað en leggja það á mig að dveljast hér einni nótt lengur á þinginu og freista þess, að þau fái afgreiðslu. Ég skal lýsa yfir því, að margt hefur fram farið á þessu þingi, sem hefur ekki gefið mér alls kostar ánægjulegar minningar. En eigi það nú að verða síðasta verk Alþ. að svíkjast undan skyldu sinni að afgreiða þessi mál, félli mér þessi minningin þyngst — og segi nei.