23.10.1941
Sameinað þing: 7. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

Þingmaður leggur niður þingmennsku

forseti (HG) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi símskeyti frá þm. Snæf., Thor Thors:

„Þar sem ég nú hef verið útnefndur sendiherra Íslands í Washingon og þar sem ég álít, að slík staða samrýmist ekki þátttöku í stjórnmálum og gerir þingsetu ókleifa, er ég af þessum ástæðum til knúður að æskja þess, að nafn mitt verði numið úr tölu alþingismanna. Megi gifta fylgja störfum Alþingis og vernda það um alla framtíð.

Thor Thors.“