21.10.1941
Neðri deild: 3. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

4. mál, húsaleiga

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég skal aðeins með nokkrum orðum svara aths. frá 2 hv. þm.

Hv. 1. þm. Rang. lét í ljós undrun yfir því, að það væru mismunandi sjónarmið, sem fram kæmu í brbl. annars vegar og 1., sem samþ. voru á síðasta þingi, um að heimila leigunám á skólahúsum og samkomuhúsum til handa fólki úr bæjunum til sumardvalar. Ég sé ekki, að hægt sé að gera samanburð á þessu tvennu. Eins og menn vita, er tilætlun löggjafarvaldsins sú með 1. frá síðasta þingi að greiða fyrir því, að fólk, sem býr í þéttbýlinu og álitið var í mestri hættu, ef loftárásir bæri að höndum, gæti komizt út á land. Og ég held, að þessu hafi ekki verið illa tekið af þeim, sem í sveitunum búa. Sveitafólkinu mun hafa fundizt eðlilegt, að bæjarfólkið leitaði upp til sveitanna. Ég ætla líka, að það muni ekki hafa þrengt íbúðarkosti sveitanna, þó menn úr kaupstöðunum hafi fengið umráð yfir samkomu- og skólahúsum úti um land. Yfirleitt munu menn hafa skilið þennan tilgang löggjafarvaldsins, enda er mér óhætt að fullyrða, að engin vanþóknun var látin í ljós af hálfu sveitafólksins, þótt það gæti ekki notað skóla- og samkomuhús sín yfir sumarið. Ég álít, að hér gegni allt öðru máli með það frv., sem hér liggur fyrir. Enda voru þessi brbl. engan veginn sett til höfuðs sveitamönnum, þótt utanhéraðsmönnum yfirleitt sé ekki heimilt að taka á leigu húsnæði, ef innanhéraðsmenn vantar það. Þetta á ekki síður við flutning fólks á milli kaupstaða en fólk úr sveitunum. Og þó að ég hafi lýst því yfir á Alþ., að ég teldi héraðabönn ekki eðlileg, þá fannst mér ástandið í húsnæðismálunum vera á þá lund, að um skeið yrðu þeir, sem í bæjunum búa, að hafa forgangsrétt að því húsnæði, sem þar væri finnanlegt. Ég skal játa, að þetta er frá mínu sjónarmiði engin frambúðarráðstöfun, heldur var það neyðin, sem knúði fram þessa löggjöf. Mér heyrðist á hv. 1. þm. Rang., að þetta mundi aðallega vera gert fyrir Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Brbl. voru sett með hliðsjón af ástandinu í mörgum kaupstöðum landsins, enda þótt vitað sé, að húsnæðisvandræðin eru mest í Reykjavík. Hv. 1. þm. Rang. spurði, hvort ekki hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum með því að taka stórar íbúðir í því skyni, að þangað flytti húsnæðislaust fólk. Skólarnir í kaupstöðunum hafa víðast hvar í sumar og haust verið teknir fyrir húsnæðislaust fólk, og hafa af þeim orsökum margir ekki getað byrjað á venjulegum tíma, t. d. hygg ég, að gagnfræðaskólinn í Reykjavík muni hafa byrjað fyrst í gær, sem stafaði af því, að fjöldi húsnæðislauss fólks fékk þar inni meðan gerðar voru ráðstafanir til þess að koma því annars staðar fyrir. Mér er líka kunnugt um, að í Hafnarfirði hefur Flensborgarskólinn verið tekinn fyrir húsnæðislaust fólk, og er hann nýbyrjaður. Yfirleitt hefur verið gripið til þess ráðs að taka skólana í bili til þess að flytja þangað húsnæðislaust fólk, en ég er þeirrar skoðunar, að það væri neyðarráðstöfun að þurfa að taka skólahúsin yfir veturinn og hindra kennslu af þeim sökum. Sérstaklega á þetta við um Reykjavik, þar sem saman er komið fjölmennt setulið og ýmiss konar vandkvæði skapast af því og öðru með börnin. Ég held þess vegna, að það sé óhætt að segja, að skólarnir hafi verið notaðir eftir því, sem tiltækilegt þótti. Það er hins vegar rétt, að ekki var horfið að því ráði að skammta húsnæði. Get ég játað, að ég velti þeim möguleika mikið fyrir mér, en komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að vandkvæðin á því væru svo mikil, að reyna þyrfti fyrst aðrar leiðir. Því það er sannarlega hægra sagt en gert að setja löggjöf um skömmtun húsnæðis og í annan stað framkvæma þá skömmtun svo réttlátlega, að ekki komi upp misrétti og óánægja. Þar með vil ég ekki segja, að sú leið sé ekki réttmæt, ef upp á sker ber.

Hv. 1. Rang. sagði, að sér virtist lausatök á málinu og kenna misréttar í því. En ég ætla, að þetta sé á nokkrum misskilningi byggt. Ég held, að með nýju húsaleigul. og 1. um heimild til að taka skólahús út um sveitir fyrir konur og börn, gæti ekki neins misréttis né sé verið þar að ganga á nokkurn hátt á hluta dreifbýlisins, né verið sé að sýna þar stirfni eða ógestrisni, heldur séu hvor tveggja þessi l. byggð á fullkominni nauðsyn. Og ég vil endurtaka það, að ég er ekki yfirleitt hrifinn af því, að komið sé á héraðabönnum, og álít, að ekki sé verið að því hér, heldur sé, vegna neyðarástands, verið að reyna að tryggja, að íbúar viðkomandi kaupstaða hafi forgangsrétt að því húsnæði, sem fyrir hendi er á þessum stöðum.

Hvað það snertir, er hv. þm. var að tala um, að það væri til óþæginda fyrir utanhéraðsfólk, námsfólk, þingmenn og aðra slíka, að þurfa að fá undanþágu til þess að fá húsnæði í bænum, þá ætla ég, að þetta hafi ekki komið að sök eða valdið óþægindum. Öllum húseigendum var það kunnugt, að það var ekki nema formið að fá leyfi til þess að mega leigja skólafólki, þó að það eigi ekki heima í bænum sjálfum. Á sama hátt hugsa ég, að mönnum sé það ljóst, að auðsætt er, að leigja megi þingmönnum, ef húsnæði er fyrir hendi til þess. Ég hef ekki orðið var við umkvartanir út af þessu atriði, enda hygg ég, að engin ástæða sé til þess, að slíkar umkvartanir kæmu fram.

Þá spurði hv. þm. að því, hvernig stæði á því, hvað lengi drægist hjá húsaleigun. að kveða upp úrskurði, og hvort ekki væri ákvæði í 1. um það að fyrirskipa nefndinni að kveða upp slíka úrskurði innan ákveðins tíma. Um þetta er ákvæði í 1. En eins og það er ákveðið í l., að dómarar verði innan ákveðins tíma að kveða upp dóma í málum, þá ber oft við, að vegna anna hjá dómurunum er ekki hægt að fullnægja þessari kröfu 1., að kveða upp dóma innan ákveðins tiltekins tíma. Því er eins farið með húsaleigunefnd, að að henni hafa steðjað svo mörg ágreiningsatriði á hverjum degi, að þrátt fyrir það, þó að hún hafi fellt marga úrskurði á dag, hefur henni á tímabili ekki verið unnt að hafa undan um að fella úrskurði nægilega fljótt eftir ákvæðum 1. Af þessum ástæðum hefur hlotið að dragast í sumum tilfellum uppkvaðning úrskurða. Húsaleigun. mun afsaka þennan drátt með sínum miklu önnum, eins og dómarar í þeim tilfellum, sem ég nefndi, og tel ég þær afsakanir réttmætar og gildar. Ég hef komið því til leiðar, að varaformaður í húsaleigunefnd hefur verið kvaddur til starfa í n., og starfar hann nú daglega með aðalformanni, sem er gert til þess að hraða uppkvaðningu úrskurða. Þannig starfa nú tveir formenn í þessari n. til þess að flýta sem allra mest fyrir afgreiðslu mála í n. að unnt er. Ég álít, að húsaleigunefnd hafi ekki að ástæðulausu dregið uppkvaðningu úrskurða, og ráðuneytið hefur gert það, sem í þess valdi hefur staðið, til þess, að ekki þyrfti að dragast að kveða upp slíka úrskurði.

Þá spurði hv. 1. þm. Rang. um það, hvort ekki ætti að miða við það ástand í uppkvaðningu úrskurða, sem væri, þegar ágreiningsmál væru send húsaleigunefnd til úrskurðar, fremur en það ástand, sem skapazt hefur, þegar málin eru tekin til meðferðar og úrskurðar í n. Ég hef ekki tekið afstöðu til þessa atriðis. Húsaleigunefnd er ekki heldur bundin við alveg eins strangar reglur eins og dómstólarnir, en hún á að leysa málin út frá sem allra sanngjörnustu sjónarmiði til þess að firra vandræðum. Og yfirleitt er mér ekki kunnugt um það, að húsaleigunefnd í Reykjavík hafi gert annað en að leysa málin með sanngirni; og hefur n. unnið mjög merkilegt, en bæði erfitt og vanþakkað starf, og með stakri samvizkusemi og komið mörgu góðu til leiðar og afstýrt vandkvæðum í óteljandi tilfellum. Húsaleigunefnd í Reykjavík og fasteignamatsnefndir í öðrum bæjum landsins hafa unnið að því að koma á sættum og laga allt í þessum efnum. En í Reykjavík hefur samt orðið óhjákvæmilegt að kveða upp marga úrskurði, og hlýtur svo að verða áfram, meðan 1. þessi verða í gildi.

Út af fyrirspurn hv. 7. landsk. vil ég segja það, að ég sé ekki á þessu stigi málsins ástæðu til að fara að taka upp umræður um húsaleigul. almennt. Það er langt síðan hæstv. Alþ. gekk inn á þá braut að ákveða með 1. takmarkað vald húseigenda yfir húseignum sínum. Ástæðan til þess, að húsaleigul. voru sett, voru húsnæðisvandræði, og einnig voru þau sett til þess að sporna við því, að dýrtíð ykist í landinu. Og hv. 7. landsk. þm. hefur með atkv. sínu á undanförnum þingum stutt að því að lögleiða þessar meginreglur. Og á undanförnum árum hefur hann litið á þessi mál með fullkominni sanngirni og réttdæmi og stutt að því, að við gætum haft sem bezta húsaleigulöggjöf hér á landi, og ekki kvartað yfir því, að það væri verið að takmarka umráð húseigenda yfir húseignum þeirra.

Þessi hv. þm. sagði, að húsaleigulöggjöfin hefði stöðvað húsbyggingar hér í Reykjavík. Ég ætla, að það sé hvergi nærri rétt. Ég hygg, að þessi ár, sem húsaleigul. hafa gilt, hafi húsbyggingar í Reykjavík verið í meðallagi á við það, sem hefur verið um mörg undanfarin ár, og að miklu meira hafi verið byggt í Reykjavík á þessu ári heldur en tvö undanfarin ár að meðaltali. Gilda þó húsaleigul. ekki síður á þessu ári heldur en tvö undanfarin ár.

Þá spurði hv. 7. landsk. að því, hvað bráðabirgðal. hefðu gert til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum, og hann sá ekki, að þau hefðu gert neitt til þess að bæta úr þeim. Ég vil í því sambandi benda á þrjú atriði. Þessi l. hafa hindrað það, að menn hafi getað bætt við sig húsnæði að óþörfu, t. d. einstökum herbergjum. Og þau hafa hindrað það í stórum stíl, að menn hafi getað tekið miklu meira húsnæði til umráða en áður var, en rík tilhneiging hefur komið í ljós hjá mönnum, með vaxandi velmegun, að segja upp húsnæði til þess að bæta því við sig til eigin nota.

Í öðru lagi hafa l. þessi bægt utanhéraðsmönnum frá því að flytja til bæjanna, sem svo hefur komið í veg fyrir, að utanhéraðsmenn gerðu húsnæðisvandræðin í bæjunum meiri.

Í þriðja lagi á eftir l. ekki að vera hægt að breyta íbúðarhúsnæði í verzlunarhúsnæði með því að taka aðeins litla sekt á sig, ef brotið er í því efni.

Sami hv. þm. kvartaði undan því, að svo skjótt skipaðist veður í lofti, að sett hefðu verið bráðabirgðal. þann 8. sept. s. 1., sama dag og eldri l. um sama efni voru staðfest. En það var aðeins staðfesting á kerfi eldri 1., með því að setja ákvæði inn í l., sem afgreidd voru á síðasta þingi. En sjálf aðallögin frá síðasta þingi um þetta efni voru staðfest í júní s. 1. En það kom í ljós skv. upplýsingum héðan úr Reykjavík og frá öðrum bæjum, að húsnæðisvandræðin voru orðin meiri, þegar brbl. voru sett, heldur en þegar aðallögin voru samþ. á síðasta þingi. Þess vegna þurfti að setja bráðabirgðal.

Hygg ég, að ekki þurfi fleiru að svara fyrirspurnum og aths. hv. þm., og tel ég, að ég hafi nú svarað því helzta, sem máli skiptir.