06.05.1942
Efri deild: 50. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (1052)

74. mál, lendingarbætur í Skipavík

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er komið hingað aftur frá hv. Nd., sem gert hefur á því eina breyt., sem er að finna í 4. gr. frv., eins og það nú er orðið. Breyt. er þess efnis að banna, að nokkur mannvirki séu gerð á strandlengjunni, sem liggur að lendingarbótunum, nema með leyfi viðkomandi hreppsnefndar.

Ég tel, að það kunni að hafa verið full ástæða til að gera þessa breyt., og sé ekki annað en að hún sé til bóta, og geri ég ráð fyrir, að hv. meðnm. mínir í sjútvn. fallist einnig á það.