30.03.1942
Neðri deild: 27. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

59. mál, bændaskóli

*Eiríkur Einarsson:

Ég þarf í raun og veru ekki miklu við það að bæta, sem hv. síðasti ræðumaður sagði. Það er almenn ósk, að skólinn verði í viðkomandi héraði, og búnaðarþing hefur mælt með því. Það er sannarlega kominn tími til að lögfesta ákvæði um nýjan skóla, og ég treysti því, að hv. þm. taki málið réttum tökum og skólinn verði byggður á þeim stað, sem skilyrði eru góð fyrir ræktun og þess háttar.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa þetta lengra, en vænti þess, að málinu verði vel tekið og það fái góða afgreiðslu.