08.05.1942
Sameinað þing: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í D-deild Alþingistíðinda. (1105)

34. mál, lögreglueftirlit utan kaupstaða

*Finnur Jónsson:

Ég skrifaði undir með fyrirvara, af því að ég áleit of viðurhlutamikið að ráða svona máli til lykta með þál. einni, því að með till. þessari er stjórninni veitt víðtæk heimild til lögregluaukningar, en ég tel, að um þetta þyrfti að setja sérstök lög. Hins vegar mun lögreglueftirlit það, er hér um ræðir, teljast nauðsynlegt úti um land, og því mun ég ekki greiða atkvæði móti þessari till., en tel hana aðeins bráðabirgðalausn.