08.05.1942
Sameinað þing: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (1106)

34. mál, lögreglueftirlit utan kaupstaða

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Eins og till. ber með sér, er það á valdi stj., hversu viðtækar ráðstafanir verða gerðar samkv. þessari þál. Ég tel, að þessu muni verða hagað til á svipað:an hátt og verið hefur, en sýni reynslan, að lögreglueftirlitið sé nauðsynlegt viðar en verið hefur hingað til, verður það eðlilega einnig þar eða á fleiri stöðum.

Ég er sammála háttv. síðasta ræðumanni um, að seinna beri að setja sérstök lög um þetta efni. Annars þótti mér vænt um, að hann gat sætt sig við þessa úrlausn að svo stöddu.