21.05.1942
Sameinað þing: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (1131)

134. mál, stjórnarskrárnefnd

Einar Olgeirsson:

Herra forseti ! Það er aðeins í sambandi við fyrirspurn hv. þm. Mýr. um það, hve margir stjórnmálafiokkar eigi sæti á Alþ. Það ber að gera greinarmun á því, þó að maður vilji halda sig við gamlan úrskurð hér á þingi, um að þingflokkarnir samkv. þeim úrskurði teljist fjórir, þá er brtt. orðuð þannig, að þeir „stjórnmálaflokkar“, sem sæti eiga á Alþ., skuli allir hafa rétt til að kjósa mann í þessa n. Og Sósíalistafl. er viðurkenndur sem stjórnmálaflokkur, þó að hann í orði kveðnu sé ekki látinn heita þingflokkur eftir forsetaúrskurði. Þetta kemur fram m.a. í áliti, sem meiri hl. stjskrn. hefur lagt fram. Þar er beinlínis talað um Sósíalistafl. sem stjórnmálaflokk á Alþ. Hann er því viðurkenndur sem slíkur, þó að hann, af því að hann kom fram sem flokkur eftir að síðustu kosningar fóru fram, komi ekki undir það að heita þingflokkur eftir þeirri definition, hvaða flokkar kallist þingflokkar og skilningi forseta á því á sínum tíma.