04.05.1942
Neðri deild: 50. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

19. mál, hafnarlög fyrir Neskaupsstað

Frsm. (Jón Ívarsson):

Eins og kemur fram í nál. á þskj. 291, leggur sjútvn. til, að frv. þetta vera samþ. Það er borið fram í hv. Ed. og afgr. þaðan með samhlj. atkv. En n. leggur til, að gerðar verði lítils háttar breyt., sem að vísu eru nánast leiðrétting á því, að niður hafði fallið ákvæði, sem í frv. áttu að vera í samræmi við önnur hafnarlög. Brtt. þessi er á þskj. 291.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv., en legg til, að það verði samþ. með þeirri breyt., sem sjútvn. leggur til.