23.03.1942
Efri deild: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

*Páll Hermannsson:

Ég veit, að hv. frsm. allshn. leggur gott eitt til þessara mála og ekkert annað, og ég skil vel, að honum þyki ekki árennilegt að róta upp í launal. Og ég skil vel, að honum þykir ekki árennilegt að fá úrbætur í þessu efni, þó að hann miði ekki við annað en það, hve mikill fáleikur hér er um þetta mál. Hér sést enginn heilbrigðismálaráðh., og d. hefur verið heldur fámerin við umr. um þetta mál.

Hv. frsm. viðurkennir, að laun héraðslæknanna muni vera of lág, enda er lítill vandi að sjá það, að þau eru of lág. Þegar launin eru 5 þús. kr., eða eins og smiðir fá nú á 3–4 mánuðum, þá er þetta mjög lágt. En það er alveg rétt, sem hv. frsm. bendir á, að það er áreiðanlega fleira en launakjörin, sem gerir læknishéruðin úti um landið litið eftirsóknarverð. Ég veit það vel. En mér finnst, að launakjörin væru það atriðið, sem Alþ. helzt gæti ráðið við. Mér finnst það vera eitthvað öfugstreymi, ef útskrifaðir læknar kjósa miklu heldur að fara í Bretavinnu eftir sitt 10–12 ára nám heldur en að þjóna læknishéruðum. Þó að launastéttirnar yfirleitt vilji hafa betri laun, þá finnst mér, að taka ætti þó sérstakt tillit til þess viðkomandi læknastéttinni, að embættin standa mannlaus. Það er þó víðast annars staðar, að þótt starfsmönnum og embættismönnum þyki laun sín lág, þá er verkið samt unnið. Kennurum mun t.d. þykja laun sín lág. En ég held, að þeir fáist oftast. Ég held, að ég þurfi ekki að lýsa fyrir hv. þm., hvílíkum óhug slær á menn, sem eru útilokaðir frá læknishjálp, eins og virkilega á sér stað.

Mér hefði fundizt, að bæta mætti launakjör lækna með fleiri ráðum heldur en beinlínis launahækkun. Hv. 1. þm. N.-M. sagði, að laun prestanna hefðu verið bætt, án þess að föstu launin hefðu beinlínis verið hækkuð. Það var gert með því að veita þeim sérstaka fjárhæð, sem kallað var skrifstofufé. Héraðslæknum úti á landi væri það einnig mikil launabót, ef ríkið léti þeim í té bifreiðar. Ferðalög þeirra eru fyrst og fremst þeirra embættisskylda. Og þó að það sé látið heita svo, að það sé oftast, að þeir, sem vitja læknis, greiði ferðakostnað læknisins, þá mun misbrestur vera á því stundum, þegar fátækir menn eiga í hlut. Enn fremur væri læknum mjög þægilegt eða eiga sínar eigin bifreiðir.

Það er ekki nema gott um þetta frv. að segja, svo langt sem það nær. En ég hef ekki mikla trú á því, að það verði miklu frekar sótt um þessi aðstoðarlæknisembætti með 300 kr. launum á mánuði heldur en sótt er nú um læknisembættin sum. Ég held, að það geti líka viljað til, að eins og héruðin standa læknislaus, þá verði læknar ekki ákaflega fíknir í að sækja um þessi aðstoðarlæknisembætti. En að því leyti, sein læknar fást í þessi störf, er þetta til bóta, þó að mér finnist, að það þyrfti að herða enn betur á þessu til þess að komast hjá því óþolandi ástandi, sem það hlýtur að teljast, að læknishéruð séu læknislaus árum saman. Því að það er ekki einasta, að hérað, sem engan lækni fær, verði tæknislaust, heldur getur verið svipað eða sama að segja, a.m.k. tímum saman, um hérað, sem liggur að læknislausu héraði. Því að þegar einn læknir á að þjóna tveimur læknishéruðum, þá getur það á stundum þýtt það, að læknishéraðið, sem hefur skipaðan lækni, verði læknislaust, þegar læknirinn er á öðrum enda hins læknislausa héraðs.

Ég legg mesta áherzlu á, að læknar fáist í till héruðin. Og ég álít það nauðsynlegt, að þessir menn geti hreyft sig eitthvað út úr héraðinu, vegna veikinda eða annars, sem minnzt hefur verið á hér. Það er hart, að þeir geti það ekki. En hitt er allra átakanlegast, þegar víðáttumikil og erfið læknishéruð eru læknislaus svo að árum skiptir, eins og nú lítur út fyrir, að ætli að verða, sem ég undrast ekki, bara út frá launakjörum þeim, sem þessir menn eiga að búa við.