20.05.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í D-deild Alþingistíðinda. (1252)

138. mál, verðlagsuppbætur á útflutningsafurðir landbúnaðarins

*Haraldur Guðmundsson:

Viðvíkjandi því, sem ég sagði um, að fiskverðið ætti að bæta upp, þá sagði hv. þm. Mýr., að þar væri öðru máli að gegna, því að þar væri um að ræða afurðir ársins 1942. Þetta er hálfur sannleikur hjá hv. þm., því að helmingur vertíðarinnar var árið 1941. Enn fremur liggja fyrir miklu ljósari upplýsingar um afkomu sjávarútvegsins heldur en landbúnaðarins, svo að mér fyndist ekkert því til fyrirstöðu að ákveða uppbætur á þær afurðir líka.