22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í D-deild Alþingistíðinda. (1263)

138. mál, verðlagsuppbætur á útflutningsafurðir landbúnaðarins

*Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég vil taka það fram, út af misskilningi milli mín og hv. 6. landsk. þm., að ég sagði, að það vær í sama, hvort þessari þáltill. væri vísað til ríkisstj. eða hún samþ., og þá átti ég við það skilorðslaust, þ.e., að þáltill. væri þá afgreidd eins og hún er nú. En það er allt annað, ef ríkisstj. á að athuga þetta mál og leggja till. sínar um það fyrir næsta Alþ. Ég átti því aðeins við það, þegar ég talaði um, að það væri jafnt á komið, hvor leiðin væri farin, að málið væri ekki geymt til næsta þings og athugað milli þinga.