26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

13. mál, skemmtanaskattur

*Ísleifur Högnason:

Vegna þess að hér er kominn fyrir þingið til samþykktar heill bunki af bráðabirgðalögum og flest sett rétt áður en það kom saman, vildi ég mega spyrja nánar um nauðsyn þessa frv. Er fjárhagur hins opinbera svo slæmur í raun og veru, að ekki mætti bíða alþingis að ákveða þetta? Sé svo ekki, hlýtur þessi lagasetning hálfum mánuði fyrir þing að vera eitt af því, sem stjórnin gerir til að storka þinginu og traðka á virðingu þess og rétti.