26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

13. mál, skemmtanaskattur

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Það er einber misskilningur hjá hv. 4. landsk:, að þetta komi ríkisfjárhagnum við, því að tekjur af skemmtanaskatti renna nú til þjóðleikhúss, eins og í öndverðu var lögleitt. Einmitt af því, að síðasta þing afréð að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðin um, að féð rynni til ríkisins, og þetta ætti um leið að vera mál fjármálaráðuneytis, en þjóðleikhúsið liggur undir ráðuneyti dómsmála og kennslumála, láðist að framlengja ákvæðin um viðauka við skattinn, þau teldu svona ofan í milli við flutninginn.

Engin breyting varð á aðgöngueyri skemmtana við þetta, og þar sem skatturinn var þannig þegar innheimtur, var spurningin ekki um annað en það, hvort þjóðleikhúsið fengi viðaukann eða láta hann renna í vasa bíóeigendanna og annarra, er skemmtanaaðganginn seldu. Var það einkum áhugaimil hv. 4. landsk.?