26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

13. mál, skemmtanaskattur

*Ísleifur Högnason:

Það kom fram, sem mig varði, að skatturinn hélzt og enga nauðsyn hafði borið til þessara bráðabirgðalaga, nema þá að traðka á þingræðinu, og það er það, sem við getum ekki þolað mótmælalaust, þingmenn utan af landi. Má vera, að stjórnin eigi hægari heimatökin við þm. hér í Reykjavík. Auðveldari og betri en bráðabirgðalögin hefði sú leið átt að vera að ná samkomulagi um greiðslu skattaukans við þá, sem búnir voru að innheimta hann, ekki sízt þar sem einn helzti bíóeigandinn er þm. í stuðningsflokki stjórnarinnar.