07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

70. mál, stríðsgróðaskattur

*Magnús Jónsson:

Af því að ég hef í nál. áskilið mér rétt til þess að bera fram brtt., þá vil ég taka það fram, að ég hef ekki gert það við þessa umr. vegna þess, að ég vil ekki sýna vilja minn á því að stofna til þess; að frv. verð að fara á milli d. En mín brtt. mundi einmitt hafa verið við sömu gr. frv., sem hv. 10. landsk. þm. (ErlÞ) vill fella niður, 4. gr. Ég hefði óskað, að þær tekjur, sem búið er að taka af 90% í skatt og útsvar, séu úr því algerlega lausar við öll gjöld til ríkis og bæja, ekki aðeins með tekjuútsvörum, heldur með útsvörum yfirleitt. því að það er rétt, sem margbúið er að taka fram hér á hæstv. Alþ., bæði af hæstv. ráðh. og þm. öðrum, að ef bæjarfélögin þurfa á meiri tekjum að halda en þau geta náð með tekjuútsvörum, þá geta þau náð í þessar tekjur, því að eins og þau hafa leyft sér að leggja á veltuútsvör, þá eru þessi fyrirtæki heldur ekki með ákvæðum þessarar skattafrv. fríuð við greiðslur af þessum 10% með útsvörum nema að því, er snertir tekjuútsvör. Ég hefði óskað eftir því, að þeir hefðu þá alveg verið fríaðir við útsvör.

Út af því, sem hv. frsm. sagði um það, að fáu væru hér við, vil ég aðeins geta þess um mína flokksmenn, að þeir gengu af fundi með vitund hæstv. forseta, vegna þess að það er mjög áriðandi flokksfundur hjá okkur.

Ég skal ekki fjölyrða um þetta, en hef fallið frá brtt. minni við þessa umr.