07.05.1942
Efri deild: 51. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

70. mál, stríðsgróðaskattur

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Deilan um þessi 10% er skilin eftir. Í sjálfu sér er það rétt, að veltuútsvörin geta komið misjafnlega niður. Hitt er sama staðreyndin, að þau hafa aðallega verið lögð á verzlun og útgerð, og hefur ekki verið hikað við að gera það, og hefur hingað til ekki verið talið brot á reglunum um niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum. Það skiptir hó mestu máli, og ég verð að benda á það á ný, að þetta mál er frv. um stríðsgróðaskatt og á því fyrst og fremst að gilda, meðan sá mikli gróði er til staðar, og það er vitað mál, að það verður ekki gengið svo nærri skattþegnunum í þessu þjóðfélagi af þeirri einföldu ástæðu, að ríki og bæir hafa þess enga þörf meðan um stríðsgróðann er að ræða, að á tekjum fyrir neðan 200 þús. kr. verði skilið eftir innan við 10%,, og það er vitað, að það verður ekki einu sinni gengið svo nærri. Það er fyrst, þegar fer að sverfa að og gróðinn minnkar, að þörf sveitarfélaganna til að ná í tekjur handa sér verður svo rík, að það er aðeins hugsanlegt að:ganga svo nærri þegnunum. Þess vegna er þessi brtt. alveg áþörf, og hvort sem hún verður samþ. eða felld, kemur málið í sama stað niður fyrir ríki, bæjarfélög og gjaldþegna, og þá er ekki rétt að tefja málið með því að senda það aftur til Nd. Og ég er hissa á, að flm. skuli hafa borið hana fram, því að ég er viss um, að hann þekkir þetta mál svo vel.