07.04.1942
Neðri deild: 29. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (1388)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Emil Jónsson:

Hv. þm. Seyðf. hefur gert grein fyrir afstöðu okkar alþýðuflokksmanna til þessa frv., svo að ég þarf .þar í rauninni engu við að bæta, en ég vildi þó beina þeim orðum til þeirrar n:, sem fær þetta mál til meðferðar, að athuga, að vel sé séð fyrir útsvarsgreiðslu til bæjanna.

Með stríðsgróðaskattinn hefur verið þannig, að enda þótt gjalddaginn hafi verið í maí 1941, þá hefur hann ekki verið greiddur enn þá, og ég vil spyrja hæstv. fjmrh., hvernig á þessu stendur. Ef bæirnir eiga að bíða í 1 –2 ár eftir skattgreiðslum, þá geta þeir hæglega komizt í öngþveiti, og þarf því að veita þeim stuðning í þessu millibilsástandi. — Það — er sérstaklega bagalegt með stríðsgróðann, því að hann hefur mikið að segja fyrir bæjarfélögin, og er víða aðaltekjustofninn. — Það er því brýn nauðsyn á, að hann verði innheimtur, þegar eftir að hann er álagður, svo að bæirnir komist ekki fjárhagslega erfiðleika. Ég vænti þess, að hæstv. fjmrh. svari fyrirspurn minni um þetta atriði.

Svo vil ég einnig óska þess, að hv: fjhn. þessarar d. taki til athugunar viðhorf bæjarfélaga til þessa máls, því að það hefur verið gengið svo á tekjustofna bæjarfélaganna af ríkisvaldinu, að það verður að sjá til þess, að ekki verði gengið svo frá þessum eina tekjustofni, að hann verði óstöðugri en þyrfti að vera.