24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 512 í B-deild Alþingistíðinda. (1415)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Ég vil með nokkrum orðum minnast á þær brtt, við þetta frv., sem komið hafa fram frá fjhn. N. stendur öll saman um brtt. á þskj. 226. Þar er um tvær brtt að ræða. Er sú fyrri um það að bæta nýrri málsgr. við 2. gr. frv. Í e-lið 7. gr. tekjuskattsl. er ákveðið, að með skattskyldum tekjum skuli teljast ágóði af sölu á fasteign eða lausafé, ef seljandi hefur átt eignina skemur en 3 ár, ef um lausafé er að ræða. Í brtt. er það tekið fram, að þetta skuli ekki gilda, þegar skattþegn hefur eignazt hið selda við arftöku, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða, en þá telst, eftir brtt., söluhagnaður, miðað við upphaflegt kostnaðarverð til skattskyldra tekna, ef hið selda hefur verið í gegn arfleiðenda eða erfingja skemur en 5 ár samanlagt, ef um fasteign er að ræða, en ella skemur en 3 ár. Þetta, að undanþiggja þá, sem hafa eignazt fasteign eða lausafé við arftöku í venjulegum tilfellum, er gert vegna þess, að þá er greiddur erfðafjárskattur samkv. sérstökum l., og er n. sammála um þessa breyt.

Önnur brtt. á þskj. 226 er um að orða um og breyta nokkuð e- lið 10. gr. tekjuskattsl. Þessi e. –liður er um það, að heimilt sé að draga frá tekjum, áður en skattur er á lagður, iðgjöld til stéttarfálaga, sjúkrasjóða, styrktarsjóða og atvinnuleysissjóða, þó ekki hærri en sem svara 2% af hreinum tekjum aðila. En n. hefur verið á það bent, að þessi hundraðshluti, sem þarna er settur sem hámark þess, sem heimilað er að draga frá af þessum iðgjöldum, sé of lágur, og leggur n. til að iðgjaldagreiðslur samkv. þessum lið megi nema allt að 5% af hreinum tekjum aðila. Enn fremur vill n., að þarna bætist við liðinn það, að draga megi frá tekjum, áður en skattur er á lagður, kostnað við sjúkrahúsvist og annan meiri háttar sjúkrakostnað þeirra manna sem ekki hafa aðgang að sjúkrasamlagi, enda séu fullar sönnur fyrir þeim útgjöldum að dómi skattanefndar. Telur n. sanngjarnt, að þeir, sem ekki hafa aðstöðu til þess að vera í sjúkrasamlagi og njóta þeirra hlunninda, sem þau veita, megi draga frá tekjum sínum sjúkrakostnað, ef hann er verulegur.

Á þskj. 227 flytur meiri hl. fjhn. eina brtt. við 7. gr. frv. um það að breyta b.-lið í 19. gr. skattal. En sú gr. fjallar um mat á eingum til eingarskatts. B.-liður er þannig í l. nú, með leyfi hæstv. forseta.

„Búpening skal telja, svo sem hann væri fram genginn í fardögum næst á eftir, og með verðlagi, er yfirskattanefnd ákveður árlega fyrir hver áramót, eftir tillögum undirskattanefnda. “Þetta hefur verið framklæmt , eins og lög gera ráð fyrir, en hefur orðið þannig, að þetta mat búpenings til eingar hefur stöðurg verið að taka breytingum frá ári til árs. Er það nú svo, að jafnvel þó að búpeningseign manna standi í stað, þá hækkar og lækkar eign þeirra að krónutali sem í búpeningum stendur, frá ári til árs, og nema þær breyt. oft stórum fjárhæðum. Þetta telur meiri hluti fjhn. óeðlilegt, og í brtt. á þskj. 227 er gert ráð fyrir, að þetta verði haft þannig, að ríkisskattanefnd skuli ákveða verð á búpeningi til 5 ára í senn að fengnum tillögum yfirskattanefnda, og í fyrst sinn verði þetta ákveðið með hliðsjón af matsverði til skatts næstliðin 5 ár. Þetta snertir á engan hátt tekjuframtalið, heldur er aðeins um það, að ekki sé stöðugt, og það árlega, verið að breyta mati á búpeningi til eignar.

Það liggja fyrir nokkrar fleiri brtt. við frv. frá einstökum nm. Á þskj. 178 er brtt. frá hv. þm. Seyðf. (HG), sem hann hefur gert grein fyrir við 2. umr. þessa máls. 1. brtt. á því þskj. er við 2. gr. frv., (og við þá gr. er líka brtt. frá þeim hv. þm. Dal. (ÞBr). Aðrir nm. gátu ekki á þessar brtt. fallizt. Ég fyrir mitt leyti vil leggja til, að þær verði felldar.

Fleiri brtt. hafa að vísu komið fram. En hv. flm. þeirra hafa ekki gert grein fyrir þeim enn þá, og ég sé ekki ástæðu til þess að ræða um þær að svo stöddu.