24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Haraldur Guðmundsson:

Um þær brtt., sem n. flytur sameiginlega, hef ég ekkert að segja til viðbótar því, sem hv. frsm. tók fram.

Um brtt. meiri hluta n. á þskj. 227, þess efnis, að búpening skuli telja fram til skatts með verði, sem ríkisskattanefnd ákveði til 5 ára í senn og í fyrst sinn með hliðsjón af matsverði til skatts næst liðin 5 ár, vil ég leyfa mér að benda á, að ef þessi brtt. væri samþ., verkaði hún í þá átt að lækka eignaframtal það,sem gr. fjallar um . Ég sé í sjálfu sér ekki, að nein ástæða sé til þessa, því að hér er um búpening að ræða, sem í raun og veru á að telja fram alveg hliðstætt við vörubirgðir og hvert annað lausafé, sem er í eigu manna, og því finnst mér ekki nein sérstök ástæða til að setja þessi ákvæði í l. um búpeningsframtalið, sem verka mjög eindregið í þá átt að lækka eignaframtalið. Ástæðan til þess, að ég get ekki fallizt á þessa brtt. er sú að mér virðist, að ef farið væri á annað borð að hreyfa við þessum kafla tekjuskattsl. reglunum fyrir framtali til eignar og til tekna, þá væri nauðsyn á að gera heildarathugun og endurskoðun á þessum kafla. Ég hygg t.d., að fyllsta ástæð væri til þess að setja frekari reglur heldur en nú eru um framtal á tekjum af ýmsum búsafurðum. Ég veit, að verðákvarðanir á þeim til framtals eru mjög á reiki á ýmsum stöðum á landinu. Aftur þyrfti að leggja talsverða vinnu í það og afla verulegra gagna til þess, að athugun á þessum kafla og endurskoðun gæti farið svo vel úr hendi sem æskulegt væri. Og meðan þessi heildarathugun fer ekki fram á kaflanum, hygg ég, að þetta atriði, sem brtt. 227 fjallar um, ætti að láta bíða, þangað til þetta væri hægt að taka fyrir í heild, þangað til þetta væri hægt að taka fyrir í heild til athugunar og endurskoðunar.

Brtt. á þskj. 182 frá minni hluta fjhn. drap ég á við 2. umr., og ég hef engu við það að bæta nú.

Á þskj. nr. 228 flyt ég brtt. þess efnis, að tillag til nýbyggingasjóða hjá félögum verði hækkað úr 50% upp í 75% af varasjóðstillaginu. Þetta er í samræmi við það, að eftir að brtt. mín var felld við 2. umr., þá er svo ákveðið, eins og frv. er nú, að ekki skuli meira lagt í varsjóði heldur en það, sem skattfrjálst er. En samkv. gildandi l. hefur tvöfalt meira fé ferið lagt í varasjóð heldur en það, sem skattfrelsi var veitt fyrir. Má því gera ráð fyrir, að heildarframlagið til varsjóða minnki og þar með tillag í nýbyggingasjóði, nema hundraðshlutatala þess sé hækkuð. til þess að bæta úr þessu er brtt. mín um tillagið til nýbyggingarsjóða flutt. Þegar þess er gætt, að allir, nema þá allra hæstu gjaldendur, hafa alltaf a.m.k. nokkuð og í sumum tilfellum verulegt fé til ráðstöfunar umfram varasjóðs, þá er ekki nema eðlilegt, að meira fé sé lagt í nýbyggingasjóði heldur en áður var. Ég lít svo á, að það sé ákaflega þýðingarmikið að binda sem mest af afgangsfé fyrirtækja í það að endurnýja framleiðslutækin og bæta nýjum við, þegar þess er kostur.

Um brtt. mínar á þskj. 178, þær sem eftir eru óafgreiddar, hef ég engu við að bæta öðru en því, að mér hefur verið bent á, að 1. brtt. við 2. gr. geti komið óþægilega niður, ef það ákvæði er látið ná til ársins 1941. Ég skal fallast á, að í einstaka tilfellum er hugsanlegt, að það geti komið fyrir. Ég get fallizt á, að þetta verði athugað, og hef ég rætt um það við samflokksmenn mína í fjhn. hv. Ed., hvort þeir vildu athuga í n. það atriði, ef þeim sýndist, að þurfi að breyta því.

Um brtt. á þskj. 231, frá hv. 4. þm. Reykv. (EOI) og hv. 4. landsk. þm. (ÍslH), vil ég segja það viðkomandi b.- lið fyrir brtt., að ég held, að þessi liður brtt. sé ákaflega hæpinn. Það hefur oft verið rætt um það, hvaða viðmiðun sé eðlilegust í þessu efni. M.a. hefur nokkuð verið rætt um þá viðmiðun, sem hér í þessari brtt. er gert ráð fyrir. Og ef þessi till. í því efni er samþ., þá eru þeim félögum, sem að nafnfinu til hafa mikið hlutafé, veitt alveg sérstök fríðindi umfram önnur félög. Stór hlutafélög, þar sem hlutafé er mikið, vegna þess að það hefur verið skráð hátt og kannske síðan fyllt út með fríhlutabréfum, þau fá miklu meira skattfrjálst eftir till., þó að ástæður þeirra séu að öðru leyti svipaðar. Ég get því ekki greitt þessari brtt. atkvæði mitt. Um. 2. liðinn í þessari brtt. vil ég segja það, að mér finnst hún stefna í rétta átt, þannig að rétt sé að hafa persónufrádráttinn rífari en hann er og taka tillit til þess, hver dýrt er að lifa á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þessi upphæð, sem þarna er miðað við fyrir hjón, fellur saman við það, sem ákveðin er hámarksupphæð á ellistyrk. Hygg ég, að það sé rétt og sanngjörn tillagar. Aftur finnst mér hæpið að hafa persónufrádráttinn fyrir börn svo miklu lægri en fyrir fullorðna, eins og hér er gert ráð fyrir. En eftir þeim undirtektum, sem málið fékk á þingi, þegar er flutti brtt. um þetta, hef ég ekki flutt brtt. við þetta nú.