24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (1454)

106. mál, byggingarsamvinnufélög

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Allshn. hefur flutt þetta frv. um breyt. á l. um byggingarsamvinnufélög frá 1938, þess efnis, að 13. gr. þeirra skuli falla niður. Hún ákveður, að — ríkisábyrgð fyrir byggingarláni megi aldrei nema meira en 15 þús. kr. á hverja einstaka íbúð. Allt verðlag hefur breytzt svo mjög, að þetta ákvæði getur ekki staðizt, og leggur n. til að fella það burt, þar sem takmarkanir eru í öðrum gr. fyrir ábyrgðárupphæð, — eigi má ábyrgjast meira en nemur tilteknum, hundraðshluta fasteignamats á húsinu.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr.