24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (1455)

106. mál, byggingarsamvinnufélög

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég vildi aðeins vekja athygli allshn. á því, að borizt hafa umkvartanir um fleiri greinar l. en þessa, m.a. það ákvæði, að minnst 15 menn þurfi að byggja til þess, að félag njóti hlunninda, og getur það orðið mikil hindrun. — Það er náttúrlega óhjákvæmilegt að breyta 13. gr., og skal ég láta ósagt, hvort það er réttar gert með því að nema hana burt nú eða á annan hátt. Ég geri ráð fyrir, að allshn. íhugi það.