24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (1456)

106. mál, byggingarsamvinnufélög

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Út af orðum hæstv. fjmrh. vil ég geta þess, að allshn. hafði borizt bréf frá einu byggingarsamvinnufélaginu, þar sem farið var fram á þessa breytingu, sem hún ber nú fram, og nokkuð margar aðrar, þ. á m. þá, sem ráðh. drap á. Nefndin áleit ekki; að svo stöddu rétt að flytja fleiri nýmæli. En í meðferð málsins gæti verið rétt að athuga það. Að vísu mun réttara að draga að breyta sumu, er óskað var að breyta, þangað til tímarnir verða orðnir á annan veg en nú.