14.04.1942
Sameinað þing: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (1487)

76. mál, landkaup í Ölfusi

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég mun ekki ræða ýtarlega uni þetta mál, því að því fylgir nægileg grg. Það, sem farið er fram á, er í fyrsta lagi, að ríkisstj. fái heimild til að kaupa landareign Kaufélags Árnesinga í Hveragerði, ásamt jarðhitaréttindum, í öðru lagi nokkurn hluta jarðarinnar Vorsabæjar og í þriðja lagi landblett Gísla Björnssonar. Á þessu landi stendur Hveragerði, og mætti mikið rækta af þessu landi, ef vel væri að farið. Mestur hluti lands þessa er eign Kaupfélags Árnesinga, og hefur því verið boðið geypihátt verð í það, en kaupfélagsstjórinn vill heldur selja ríkinu en öðrum. Það má ganga út frá því sem vísu, að byggðin í Hveragerði vaxi ört, og þá yrði þetta land áður en varir komið í hendur margra, og gæti orðið erfitt að fá þá til að. selja, og enn fremur verður þá margskipt ábyrgð og forsjón og erfiðara að koma skipulagi á heldur en ef ríkið ætti allt landið, og jarðhitann. Með því móti er hægt að fullrækta jarðhitann og skipuleggja borunina. Hér er um mikið menningarmál að ræða, sem snertir bæði Árnessýslu og Reykjavík, því að margir Reykvíkingar búa þarna nokkurn tíma ársins. Ef svo færi, að ekki næðist samkomulag við eigendur þessa lands, þá mundi verða að flytja á næsta þingi frv. um eignarnámsheimild í þessu skyni. Ég óska þess svo, að málinu. verði vísað til fjvn. að þessari umr. lokinni.