24.04.1942
Efri deild: 40. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

13. mál, skemmtanaskattur

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Þetta frv. er eins og það næsta á undan (frv. um breyt. á l. um gjaldeyrisverzlun ) borið fram af stj. til staðfestingar á bráðabirgðal. Það tók tveimur breytingum í Nd. Í stjfrv. er gert ráð fyrir að framlengja aðeins um eitt ár að innheimta skemmtanaskatt með viðauka, en Nd. breytir því í 2 ár. Sömuleiðis var þar gert ráð fyrir að innheimta skatt af kvikmyndasýningum með 200% álagi, en sama d. hækkar það upp í 200%.

Þannig breytt kom svo frv. þetta til hv. d. hér.

Fjhn. hefur skilað sameiginlegu áliti um það, þótt ekki væru allir nm. í rauninni alveg sammála og skrifuðu undir með fyrirvara.

N. leggur öll til, að horfið verði að því sama og var í — stjfrv., að l. þessi verði aðeins framlengd um eitt ár. Telur hún það einfaldast og auðveldast, en telur hitt fremur muni valda ruglingi, ef farið verði að framlengja ein l. um 1 ár, önnur l. um 2 ár o.s.frv., þannig að fremur gleymist þá að framlengja einhver lögin.