24.04.1942
Neðri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (1537)

31. mál, til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar

*Einar Olgeirsson:

Herra forseti ! Það, sem hér um r æðir, er það, hvort — svo framarlega sem ríkið getur ekki notað raforku frá Sogsvirkjuninni, — einstökum auðfélögum skuli gefinn sérréttur til þess. Ég vildi í sambandi Við þetta gera fyrirspurn til flm. og n., sem um málið fjallaði: Hvernig yrði því hagað með verðákvæði á rafmagni? Ætti það að vera algerlega frjálst í höndum viðkomandi félags, eða ætti það opinbera að hafa þar íhlutunarrétt um, auk þess sem ríkið hefur alltaf á valdi sínu að hóta því, ef leyfinu er misbeitt, að taka það af sérleyfishafa? Ef út í það er farið að gefa slík sérleyfi, er sjálfsagt, að ríkið hafi þar sem mest áhrif, svo framarlega sem það treystist ekki að vera beinn aðili.

Í öðru lagi vildi ég gera fyrirspurn til flm. frv. og n., hverjir fái, ef frv. verður að l., réttinn til þess að leggja fram auðmagnið. Við vitum, að svo stendur á hér, að ef fé vantar til einhvers fyrirtækis, er rifizt um að leggja það til, ég tala ekki um, ef það gæti gefið mikinn ágóða. Ég vildi spyrja, hverjir mundu fá að leggja fram féð til þess. Það gengur ekki, að einhverjir, sem vildu ávaxta fé sitt þarna, gætu lagt fram allt féð og einangrað fyrirtækið í hendi sér. Ég álít nauðsynlegt að setja þarna ákvæði, sem gæfi hreppsfélögunum sérstakan rétt til þess að leggja fram féð. Ef til vill eru einhver ákvæði nm þetta. í öðrum l., og þætti mér gott að fá upplýsingar um það.