29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (1548)

31. mál, til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar

Jörundur Brynjólfsson:

Ég þakka hv. frsm. fyrir undirtektir hans viðvíkjandi brtt. okkar á þskj. 268. Við flm. frv. vitum, að mikill áhugi er ríkjandi meðal íbúa Hveragerðis um að fá bætt úr rafmagnsþörf sinni, og vilja þeir gjarnan fá rafmagn frá Soginu. Þess vegna fannst okkur rétt að hafa þetta ákvæði með í frv. Okkur þykir vænt um, að brtt. er vel tekið, og væntum þess, að hv. d. fallist á hana.

Við 2. umr. málsins var ekki minnzt á brtt. þær, er fyrir lágu. Það er rétt að virða á betri veg hjá hv. iðnn. brtt. hennar, og það, sem ekki skiptir miklu upp á efni málsins, munum við flm. láta hlutlaust, enda er svo með sumar brtt., að þær skipta mjög litlu máli, og mun ég ekki ræða um þær frekar. Hitt er annað mál með þær brtt., er okkur virðist vera til spillis, og eru það aðallega tvö atriði, sem við hefðum óskað eftir, að hv. iðnn. héldi ekki til streitu. — Það er þá fyrst brtt. við 2. gr. 5. tölul. frv., stafl. d., á þskj. 242 síðasti málsliður fyrri málsgr. Þar segir, með leyfi hæstv. forseta: „Verði sérleyfið ekki notað næstu 5 árin eftir að það er veitt, fellur það niður.“ Okkur flm. félli miður, ef þetta yrði samþ., ekki vegna þess, að menn hafi ekki fullan hug á að framkvæma sérleyfið á þessum tíma, heldur vegna þess, að tímar eru nú mjög erfiðir, og því ekki víst, að til framkvæmda gæti komið. Við hefðum óskað að hafa þessa heimild til staðar, svo að síðar mætti framkvæma þetta Ef hv. n. getur ekki fallizt á að taka þennan málslið aftur, þá þætti okkur gott, ef hann mætti bera upp sérstaklega, þegar til atkvgr. kemur.

Síðasta málslið þessarar sömu brtt. get ég vel fallizt á, því að hann er til bóta.

Þá er hin till., sem er e-liður sama töluliðs, breyt. á 6. tölul. b í frv. Þessi breyt. skiptir e.t.v. litlu máli, en þó höfðum við heldur kosið, að þessu yrði óhaggað, því að enginn vafi er á því, að þetta efni verður dýrt og þess vegna beri að sýna þá linkind, sem við förum fram á í frv. Hv. n. ber fyrir sig, að þetta sé víðari heimild heldur en þegar Sogsvirkjunin var byggð, og það er rétt að víssu leyti, en nú stendur' öðruvísi á, vegna þess að allt er nú miklu dýrara en á þeim tíma. Ég geri þó ekki eins mikið úr þessu atriði eins og hinu.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar, en vona, að hv. d. afgr. málið á þessum fundi, og enn fremur vænti ég þess, að hv. Ed. sýni málinu sama skilning og þessi hv. d.