29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

31. mál, til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar

*Frsm. (Emil Jónsson):

Hv. fyrri flm. færði það fram sem höfuðrök til stuðnings sínu máli, að óhætt væri að nema burt tímatakmarkið viðkomandi sérleyfinu, því að ríkisstj. hefði málið í sinni hendi og því væri þetta tímatakmark óþarft. Vil ég í því sambandi benda á það, að þegar ríkisstj. er búin að veita sérleyfi og sérleyfishafi er búinn að fá þetta sérleyfi í hendur, þá hefur hann það, og ríkisstj. er ómegnug þess að hafa áhrif á gang málsins, eftir að sérleyfishafi hefur fengið sérleyfið í sínar hendur. Þess vegna er það ekki næg trygging í þessu máli, sem ríkisstj. er gefin með frv., því að ákvæði frv. um þetta tryggja ekki, að sérleyfishafi ljúki verkinu n tilteknum tíma.