30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

58. mál, Baldur Óli Jónsson, tannsmiður

*Flm. (Magnús Gíslason):

Þar sem mér skildist á hæstv. forseta, að fundartíma væri brátt lokið, get ég sætt mig við að vísa til þeirrar grg., sem frv. fylgir. Þar er í raun og veru tekið fram allt það, sem ég tel, að máli skipti um þetta mál, og vil ég því ekki tefja tíma d. með því að halda á þessu stigi málsins ræðu um það, en vil óska þess, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og allshn.