30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

55. mál, lækningaleyfi

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vildi aðeins beina fyrirspurn til hæstv. forsrh. Eftir þeim umr. sem hér hafa farið fram, býst ég við því, að á næsta fundi allshn. komi sú spurning, fram frá formanni læknafélagsins, hvort n. vilji mæla með því að hækka laun þeirra lækna, sem búa á afskekktum stöðum. Ég vil vera við því búinn að svara þessu, svo að ég vil beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forsrh. hvort hann telji, að almenn launahækkun til lækna geti samrýmzt 3. gr. l., sem nú liggur fyrir þinginu, um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Ég vildi gjarnan fá úr því skorið, hvort hér sé um undantekningu á launum að ræða, eða hvort gerðardómur þurfi að úrskurða í þessum málum.