30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (1598)

55. mál, lækningaleyfi

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Það eru tvær fyrirspurnir, sem mig langar til að fá svar víð. Önnur er til hæstv. forsrh., hin til fjvn. Það lítur út fyrir, að fjvn. hafi fjárveitingavald, eftir því sem komið hefur fram í umr. Það er uplýst að ríkisstj. greiðir fjölda af greiðslum eftir till. hennar og án þess að Alþ. fái nokkuð um það að vita fyrr en eftir á. Fjvn.-menn hafa gleymt því, að þeir hafa aðeins tillögurétt, og þegar fjvn. leggur til að hækka laun presta og lækna úti á landi, þá á sú hækkun ekki að greiðast úr ríkissjóði, fyrr en Alþ. hefur sagt álít sitt. Ég tel þennan sið fjárveitingarnefndar og ríkisstjórnar óhæfan með öllu og vítaverðan, og ég vil spyrja hæstv. forsrh.: Lítur ríkisstj. svo á, að hún eigi að hlýða því, sem fjvn. leggur til, án þess að Alþ. samþ. það? Ég vildi gjarnan fá þessu svarað.