30.03.1942
Efri deild: 24. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í B-deild Alþingistíðinda. (1600)

55. mál, lækningaleyfi

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég þarf ekki mikið að segja um þetta mál, þar sem hæstv. forsrh. hefur svarað því að nokkru leyti, sem kom fram í ræðu háttv. 1. þm. N.- M. Ég get tekið fram fyrir hönd fjvn., að hún hefur ekki fjárveitingavald og kemur ekki til mála, að hún ráðstafi fé upp á sitt einsdæmi. Hitt er annað mál, að ríkisstj: getur leitað álits fjvn., eins og t.d. samgmrh. leitar álits samgmn. um þau mál, sem undir hann heyra. Þessi hv. þm. er einn af ráðunautum landbúnaðarins, og ég býst við, að ýmsir bændur leiti hans till., þar sem . hann er þeim kunnur fyrir sitt starf og viljugur til snúninga við upplýsingar. En ekki er þar með sagt, að skylda sé að fylgja hans tillögum.

Það er alger misskilningur, ef það er álitið, að fjvn. hafi fjárveitingavald. Þó að till. hennar séu ekki nákvæmlega sundurliðaðar á fjárl., þá er venjulega tekið fram allt um þau mál í framsöguræðu fyrir fjárl., og er þá hægt fyrir hv. þm. að berjast þar um þau atriði, sem honum mislíkar.