12.05.1942
Neðri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (1635)

55. mál, lækningaleyfi

*Bergur Jónsson:

Það kennir dálítils misskilnings hjá hv. 7. landsk. Í frv. á þskj. 80 er gert ráð fyrir því að bæta úr þörf á læknum til aðstoðarstarfa úti um landið. Það er auðvitað ekki á nokkurn hátt takmarkað við unga menn og óreynda, heldur er meiningin að ná í þá, sem færastir fást. Í frv., sem hér um ræðir, er aftur á móti verið að reyna að gera öryggisráðstafanir til þess, að ef svo fer, að ekki fást aðrir menn í þessi. störf heldur en nýútskrifaðfr kandídatar, og ef ekki er hægt að fá þá nema að skylda þá, þá megi skylda þá. Frá sjónarmiði fólksins úti um landið, sem þarfnast læknanna, hljóta að verá tvö aðalatriði, sem leggja v erður áherzluna á. Annað það, að hafa greiðan aðgang að því að leita læknis; hitt að læknirinn sé slíkur, að verulegt gagn reynist í að leita hans. Aðstaðan úti um landið yfirleitt er svo óskaplega miklu erfiðari fyrir fólkið heldur en í fjölmenninu. í Reykjavík og einstöku stöðum öðrum, þar sem er fjöldi sérlækna og annarra lækna. Það er verið að reyna að draga. úr þessum erfiðleikum dreifbýlisins með þessum l., og ég vil því leggja hina fyllstu áherzlu á, að ekki verði eingöngu lögð stund á að fjölga þessum læknum, heldur að fá færa menn til starfsins. Og þá kem ég að atriðinu, sem hv. ? landsk. virðist misskilja í minni aðstöðu, ég tel ekki rétt að ganga þannig frá löggjöfinni; að tvímælalaust sé, að þótt yngstu og óreyndustu mennirnir veljist í þessi störf, hafi þeir meiri kauptryggingu. en þeir, sem reyndari eru og færari. Þau öryggisákvæði, sem sett eru inn í löggjöfina til þess að veita aðstoðarlæknum nægilega góð kjör, til þess að góðir menn dragist að starfinu, hefðu átt að vera í hinu frv., en ekki eingöngu um þann flokk manna, sem í neyð á að grípa til, ef ekki fást aðrir. Það er að líta allt of einhliða á málið. Ég tel sjálfsagt, að ef beita þarf menn nauðung, þurfi að sjá svo um, að þeim verði sem minnst raun að. En aðalatriðið er að búa svo í. haginn, að fyrst og fremst fáist af sjálfsdáðum æfðir menn, og ekki þurfi neinni nauðung að beita.