11.05.1942
Neðri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 608 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

48. mál, lax og silungsveiði

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Þetta mál er komið frá hv. Ed. Landbn. hefur athugað það og samþ. að mæla með því. Ég hef hins vegar leyft mér að koma með brtt. við það um að bæta inn í nýrri grein, um að framlengja þann tíma, er bændur geti innleyst þau veiðiréttindi, sem seld hafa verið frá jörðunum um 5 ár enn þá. Undanfarið hafa ýmsir, svo sem kunnugt er, seilzt eftir veiðiréttindum og skilið jarðirnar eftir veiðilausar. Þegar lögin voru sett 1932, fannst Alþingi sjálfsagt að koma í veg fyrir þetta, og var þá sett það ákvæði í l., að veiðirétt megi ekki skilja frá landi. Einnig, að bændur megi. krefjast þess að fá að innleysa veiðiréttinn eftir matsverði innan 5 ára frá útgáfu 1. Á þeim árum höfðu bændur ekki fjárhagslega getu til þess að innleysa þessi veiðiréttindi, svo að þegar fyrstu 5 árin voru liðin, var leitað til Alþingis, og það framlengdi tímann um 5 ár í viðbót.

Nú eru ýmsir enn þá eftir, en þessi 5 ár liðin. Nokkrir menn hafa óskað eftir því við mig, að innlausnarrétturinn yrði enn framlengdur um 5 ár, og er það það, sem ég nú fer fram á. Vænti ég, að hæstv. Alþ. bregðist vel við þessari málaleitan og fallist á, að þetta verði gert.