30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

84. mál, jarðræktarlög

*Ísleifur Högnason:

Ég vil leita undirtekta landbn. um, hvort ekki væri hægt að koma til leiðar að fella niður hámarkið á styrk til grjótnáms, er tiltekið er í 1. gr. 1 kr. á hvern m3. Ég tel, að fella mætti liðinn eins niður og hann sé þannig. Styrkurinn til grjótnámsins er of lágur, og enn fremur ætti hann að ná til lands, sem verið er að vinna til garðræktar, jafnt og til ræktaðs lands.

Eftir þessa takmörkun styrksins til grjótvinnslu, hefur hún mikið lagzt niður.

Ef n. vildi taka þetta til athugunar, væri eg henni þakklátur.