30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

84. mál, jarðræktarlög

*Jón Pálmason:

Út af verðhækkun á jörðum, er bæði frsm. og hv. þm. Seyðf. komu að, vil ég segja það, að ég tel ekki, að 17. gr. korni í veg fyrir hana, þótt hún sé látin standa.

En ég veit vel, að bæði sveitum og kaupstöðum stafar mikil hætta af þeirri gífurlegu sölu húsa og jarða, er nú á sér stað. Einkum kemur það niður á seinni tímanum og þá helzt þeim, er kaupa og eiga að standa straum af vöxtum og afborgunum af þessum uppsprengdu fasteignum.

Um það, að gr. komi að þeim notum, er henni var ætlað, má segja, að hún gerir það og gerir það ekki. Og svo mikið er víst, að margir bændur hafa ekki tekið við styrknum vegna kvaðarinnar.

Frsm. talaði um, að hann mundi bíða eftir afstöðu búnaðarþings um þetta.

Það er alveg rétt að fylgja því, að þegar búnaðarfélögin eða búnaðarþing hafa komið, sér saman um afgreiðslu vandamála landbúnaðarins, þá á þingið að taka það vel til athugunar og breyta því varlega. — En ef búnaðarþingið er ósammála, getur þingið ekki tekið eins mikið tillit til þess. Og í þessu máli var þar hver höndin upp á móti annarri, og hlýtur þingið því að afgreiða það án tillits til búnaðarþings.

Ég skal nú ekki þreyta menn lengur, því að þm. eru máli þessu kunnugir og munu þess albúnir að greiða atkvæði.