30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 621 í B-deild Alþingistíðinda. (1699)

84. mál, jarðræktarlög

Pétur Ottesen:

Ég vil út af þeim ummælum, sem fram komu frá hv. þm. V.-Sk., skjóta því hér fram, að þessi brtt. yrði tekin aftur til 3. umr. og tíminn þangað til yrði notaður til þess að freista þess, hvort ekki væri hægt að fá samkomulag um þetta mál. Og ef menn gætu orðið sammála um þetta, þá væri ekki ólíklegt, að þeir, sem nú hafa kvatt sér hljóðs í málinu með tilliti til þess, að þessi brtt. liggur hér fyrir, mundu falla frá orðinu, og að á þann hátt gæti gengið nú afgr. málsins til 3. umr.