13.05.1942
Efri deild: 57. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

84. mál, jarðræktarlög

*Frsm. (Erlendur Þorsteinsson):

Herra forseti ! Landbn. ber fram nokkrar brtt. við þetta frv., sem eru að vísu smávægilegar.

1. brtt. er eingöngu skýring vegna þess, sem gert er ráð fyrir í brtt. 3,b, að þegar l. hafa hlotið staðfestingu, skuli fella meginmál þeirra inn í l., sem breyt. voru gerðar á. Þótti þetta réttara, þegar það hefði verið gert.

2 brtt. er um, að l. öðlist þegar gildi. Þótti n. rétt að setja það inn í, og styrkur sá, sem greiddur er, eftir að l. öðlast gildi, greiðist samkv. þessum ákvæðum.

3. brtt. er um ákvæði til bráðabirgða. Það er meining landbn., að það sé ljóst, að verðlagsuppbót skuli einnig greiða á þessar 400–700 kr. fyrir hektara í þúfnasléttun, en ákvæðin í frv. eru ekki nægilega skýr til þess, að það sé tvímælalaust.

Ég hygg, að ekki þurfi frekar að skýra þetta. N. væntir, að d. fallist á þessar brtt.