21.04.1942
Neðri deild: 39. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (173)

40. mál, læknisvitjanasjóður

*Frsm. (Bergur Jónsson):

N. hefur haft frv. þetta til meðferðar og telur það vera til mikilla bóta. Hún leggur því til, að það verði samþ. með nokkrum breyt.

N. hefur borið fram brtt. á þskj. 213, þar sem í fyrsta lagi er lagt til, að í 1. gr. frv. komi 2 kr. í stað 1 kr. og 1500 kr. í stað 1000 kr. — 2. brtt. á sama þskj. er í samræmi við þetta. — N. mælir með brtt. þm. V.–Sk. á þskj. 84, en flytur sérstaka viðaukatill. við 2. brtt. á því þskj., sem fer í þá átt, að mjög afskekktir hreppar, sem eiga óhægt með þátttöku í rekstri læknisvitjunarsjóðs læknishéraðs, t.d. Grímsey, fái heimild til að vera sér um sjóð, og að hreppstjóri hafi yfirstjórn sjóðsins á hendi ásamt tveimur mönnum kjörnum af hreppsnefnd, í stað sýslumanns. Með þessum breyt. leggur n. til að frv. verði samþ.