16.03.1942
Neðri deild: 19. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (1751)

37. mál, byggingar og landnámssjóður

*Sveinbjörn Högnason:

Það er rétt hjá hv. 1. flm., að í þessu frv. er ekki beint ákveðið, að afnumið sé bráðabirgðaákvæðið um, að leiguliði geti fengið styrkinn. En þar sem við það er miðað, að landsdrottinn hafi þegar innt skyldu sína af hendi, virðist það fallið niður. Samkv. þessari gr. l. ætti ákvæðið að vera komið til framkvæmda á undan ákvæðum hennar, en ekki hefði átt að láta neinn vafa komast að.

Þótt það sé e.t.v. varhugavert að veita fé til bygginga á jörðum stórefnaðra landsdrottna, er þar engu að síður verið að styðja leiguliðana. Þegar ríkið gerir ekki sína skyldu, að byggja upp á jörðum, geta aðrir landsdrottnar skotið sér undan því. Örðugasta atriðið í framkvæmd l. stafar af því, að enn hefur ríkið sama og ekkert lagt til endurbygginga á jörðum sínum. Ef nokkur á að vinnast með þessum ávæðum l., verður hið opinbera að gera mikið átak til að hrinda fyrst í lag byggingarmálum á sínum jörðum.