15.04.1942
Neðri deild: 35. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (1764)

37. mál, byggingar og landnámssjóður

*Haraldur Guðmundsson:

Ég á hér brtt., sem lá fyrir við 2. umr., en mér vitanlega hefur ekkert gerzt í málinu síðan.

Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þau rök, sem ég flutti þá. Mér virðist, að með þessu sé eigendum þeirra bygginga, sem um ræðir í frv., veitt sérstök aðstaða, og í öðru lagi er ég ekki laus við að óttast, að slík ákvæði gætu orðið til að hvetja menn til að vanrækja að tryggja fasteignir sínar og lausafé nægilega hátt.

Ég er því sömu skoðunar og við 2. umr., að ekki sé rétt að taka þetta ákvæði inn í frv.