18.03.1942
Neðri deild: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (1794)

43. mál, húsaleiga

*Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Samkv. gildandi 1. frá 8. sept. 1941 er svo ákveðið, að þeir menn, sem kaupa hús, hafa ekki heimild til þess að víkja leigjendum úr húsnæðinu. Með þessu frv. er farið fram á undanþágu á þessu ákvæði fyrir opinbera starfsmenn, þegar sérstaklega stendur á. Kemur fram í grg. ástæðan fyrir þessu. Allshn. hefur flutt þetta frv. eftir beiðni viðkomandi ráðherra, svo að ákveðnum embættismanni veitist möguleiki á því að komast í hús, sem hann hefur nýlega keypt. Ég vil svo bæta því við frá sjálfum mér, að þessi l. komu viða hart niður og voru illa liðin, eins og sjá má af þessari undanþágu, sem hér er farið fram á, að veitt verði. Ég vil þess vegna áskilja mér rétt til að flytja brtt. við þetta frv. og hygg, að hv. meðnm. mínir vilji það einnig.