08.05.1942
Efri deild: 52. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

43. mál, húsaleiga

*Ingvar Pálmason:

Ég verð að biðja hv. d. velvirðingar á því, að ég er mjög kvefaður nú, en hef þó ekki séð ástæðu til að sitja heima og falla frá orðinu.

Það fór eins og ég spáði, að erfitt yrði að hrekja þau rök, sem ég færði fram gegn því ákvæði þessara l., að þeir, sem hefðu eignazt hús eftir að l. frá 9. des. gengu í gildi, skyldu búa við önnur kjör um eignar- og afnotarétt af eignum sínum, enda viðurkenndi hv. 1. landsk. skilmálalaust, að 1. væru ranglát.

Hv. 11. landsk. vildi sýna fram á, að brtt. mín væri ástæðulaus, og gerði tilraun til að sýna fram á með því dæmi, sem ég tilnefndi, að full þörf væri á þessu ákvæði, því að dæmið sannaði, að þegar svona væri ástatt, þá væru erfiðleikar með húsnæði. Hann gat þess, að honum væri kunnugt um þetta dæmi og maðurinn, sem þrásetunni hefði beitt í skjóli þessara l., væri embættismaður ríkisins. Þetta er rétt, og að gefnu tilefni virðist mér rétt að viðurkenna þetta, ekki sízt þegar nota á þetta til að sanna, að á þessum stað sé skortur á húsnæði. Ég hygg, að það yrði þröng fyrir dyrum hjá sumum embættismönnum, þegar þeir væru búnir að setja fastar 55 þús. kr., sem þeir gætu engin not haft af, eins og þarna átti sér stað, og það er sönnun þess, að þessi l. koma svo hart niður á einstaklingunum, að nærri stappar að vera brot á stjórnarskránni. Stjórnarskráin er í gildi enn, a.m.k. að nafninu til, og þar er eignarrétturinn friðhelgur, og má ekki skerða hann nema með l. Nú skulum við segja, að l. séu hér fyrir hendi, en stjórnarskráin bætir við, að fullar bætur skuli koma fyrir. Og ég fullyrði, að í þessu tilfelli hafa ekki komið fullar bætur fyrir, heldur þvert á móti engar bætur. Ég held, að a.m.k. sé óhætt að segja, að þingið gangi nær þessu atriði stjórnarskrárinnar, en menn telja almennt, að sé sæmilegt.

Ég vil svo til þess að afsanna það, sem hv. 11. landsk. hélt fram um húsnæðisskortinn á þessum stað, benda á, að í marz–apríl hafa verið seld þrjú stórhýsi á þessum stað. Í tveimur af þeim hafa verið lausar íbúðir, ag ég vil bæta því við, að stj. var alls ekki ókunnugt um þetta, því að liggja mun fyrir símskeyti frá viðkomandi embættismanni, þar sem hann fer fram á, að hann fái annað tveggja keypt annað af þessum húsum til bústaðar fyrir sig eða hann fái einhvern létti til að geta keypt það sjálfur, þannig að honum sé tryggt, að ef hann fer frá embætti, þurfi hann ekki að bíða fjárhagslegt tjón. Mér er kunnugt um, að þetta er tilfellið, því að eftir sögn hlutaðeigandá sjálfs, sem er farinn úr bænum fyrir tveimur dögum, þá hefur hann, að því er hann hefur sagt mér, leitað til stj. um þetta atriði, en fékk þau svör, að hann skyldi bara sitja. Ég verð að segja, að það er langt gengið, þegar stj. sjálf gengur svo langt, að hún notar þetta sjálf til að koma sér undan þeirri skyldu að sjá embættismönnum sínum fyrir bústað. Því er ekki til að dreifa, að þessum óviðkunnanlegu brögðum sé beitt við þegna þjóðfélagsins vegna, húsnæðisneyðarinnar, heldur eru þessi l. látin ná þangað, sem engin þörf er fyrir þau, og svo eru þau notuð. Ég get bætt því við, sem mér er kunnugt um, að enn er hægt að fá á þessum stað mjög sæmilega hús, sem virðist vera mjög hæfilegt til embættisbústaðar. Það er hægt að fá það keypt enn þá, og þannig er hægt að leysa vandann. Það stendur svo á, að ég er í fasteignamatsnefnd á þessum stað, og þetta mál kom fyrir n. í vetur, en hún gat ekki úrskurðað þvert ofan í l. Hún gat úrskurðað, að kaupanda væri hússins fyllsta þörf til eigin nota, en hún gat ekki brotið l. Hlutaðeigandi embættismaður virtist fús á að nota sér ekki þetta, ef hann gæti fengið ríkið til að styðja sig, svo að hann þyrfti ekki að bera aukakostnað. Allir sjá, að þegar embættismaður getur búið við þau húsaleigukjör, að þurfa ekki að borga nema 100 kr. á mánuði fyrir svona stórt hús, þá er eðlilegt, að hann vilji nota sér það, sérstaklega þegar frá húsbændum hans koma þau svör, að hann skuli bara sitja.

Hvernig sem á þetta mál er litið, þá verður því ekki neitað, að það hefur stórkostlega galla í för með sér að láta þessi l. a.m.k. ná til smæstu þorpa, og ég skal bæta því við frá eigin sjónarmiði, að það er líka talsvert ranglátt fyrir húseigendur í Reykjavík. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, að eftir gömlu l. átti það að vera frumskilyrði, að leigjendur skyldu víkja, ef húsaleigunefnd væri ásátt um, að húseiganda væri brýn þörf á húsnæðinu til eigin íbúðar. Þetta hefur ekki náð tilgangi sínum í Reykjavík, því að hús ganga nú kaupum og sölum mánaðarlega, t.d. hús, sem selt var í haust fyrir 125 þús. kr., var selt aftur í vetur fyrir 250 þús. kr. Hið eina, sem mér virðist sanngjarnt, er, að eigendur húsanna geti sagt mönnum upp húsnæði, ef þeir þurfa nauðsynlega að nota það húsnæði sem sína eigin íbúð. — Þetta ætti líka að nægja.

Vel má vera, að brtt. mín verði ekki tekin til greina, en hitt er ljóst, og ég álít það sönnun þess, að l. þessi séu lítt viðunandi,, að fyrst eru sett brbl. 8. sept. s.l., sem eru síðan samþ. á haustþinginu. Þegar Alþ. kemur svo saman í febrúar, eru gerðar breyt. á l. Þetta sýnir hvílíkt kák l. eru, og ef ekki verður úr þessu bætt, þá sé ég ekki annan kost vænni en að Alþ. nemi l. úr gildi. — L. áttu að vera útrunnin í júní í sumar, en nú hafa komið fram raddir um að framlengja þau. Ég tel bezt, úr því sem komið er, að fella þau úr gildi, og ef ríkisstj. þyrfti að setja brbl. um þetta, þá að undirbúa þau 1. rækilega, ef nauðsyn er á útgáfu brbl. á annað borð.

Ef brtt mínar verða felldar, þá sé ég mér í fyrsta lagi ekki fært að greiða frv. þessu atkv. mitt, og í öðru lagi mun ég ekki greiða atkv. brtt. hv. allshn. um, að l. gildi eitt ár enn þá.