11.05.1942
Efri deild: 54. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (1820)

43. mál, húsaleiga

*Ingvar Pálmason:

Örstutt aths. Hæstv. fjmrh. telur sig mega ráða af dæminu, sem ég lýsti frá Norðfirði, að þar séu svo mikil húsnæðisvandræði, að ekki megi samþ. brtt. mína. Fleira færði hann ekki til sönnunar þeim vandræðum, og ætti mér þá að vera kunnugra en honum, hvað hæft er í þeim á þessum stað. Hv. andstæðingar mínir eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum með ljósum dæmum. Það er ágætt, ef nú á að fara eftir bendingum bæjarstjórna kringum land í stað þess, að við setningu þessara l. var ekki leitað til annarra en bæjarstj. í Reykjavík, samkv. hinni nýju reykvísku þingvenju. Ég veit, að það eru ekki þau rök, sem hæstv. fjmrh. væru eiginlegust, sem hann beitir nú gegn till. minni.