15.04.1942
Efri deild: 33. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (1843)

18. mál, stimpilgjald

Þorsteinn Þorsteingson:

Fyrst þegar brtt. hv. 11. landsk, þm. á þskj. 100 kom fram, var ég lengi að velta því fyrir mér, hvort hún mundi vera til bóta eða ekki. Við nána athugun sá ég, að þessar brtt. mundu algerlega raska þeim grundvelli, sem hefur verið í stimpilgjaldslögunum. Hér á ekki að fara eftir hinu raunverulega söluverði, heldur eftir fasteignamatinu án tillits til þess, hver salan hefur verið. Útkoman eftir þessum brtt. verður sú, að sá maður, sem selur fasteign sína fyrir virðingarverð, verður að borga tvöfalt hærra stimpilgjald heldur en áður. En sá, sem kaupir eða selur fasteign fyrir þrefalt fasteignamatsverð, þarf ekki að greiða nema 1/3 af því stimpilgjaldi, sem honum bæri að greiða eftir frv. óbreyttu. Brtt. hafa líka þann ókost, eins og hv. flm. tók fram, að þegar verðlagsbreytingar verða, þarf að endurskoða 1. og breyta þeim, ef nokkur sanngirni á að vera í framkvæmd þeirra.

Hvað b-lið brtt. á þskj. 100 snertir, virðist mér hann vera fremur til skemmda en bóta. Ég gæti verið með þessum brtt. í fyrsta lagi, ef kaupendur væru líklegir til að segja rangt til um söluverð, í öðru lagi, ef innheimtumenn væra skeytingarlausir með innheimtuna og gengju ekki ríkt eftir að fá upp hið rétta söluverð, og í þriðja lagi, ef eftirlitið er lítið með innheimtumönnunum. Nú hygg ég, að þessu sé ekki til að dreifa, og því sé ég mér ekki fært að greiða atkv. með brtt.