15.04.1942
Efri deild: 33. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

18. mál, stimpilgjald

*Magnús Gíslason:

Ég er nú ekki kominn hér til þess að gefa lagaskýringar, sem e.t.v. verður dómstólamál seinna að skera úr. En . ég vil bara benda hv. 1. þm. N.-M. á það, að í brtt. minni, sem hér liggur fyrir, er orðalaginu breytt frá því, sem er í 1. Þar er talað um afsal, kaupsamninga o.þ.h., en í brtt. minni er, eins or stendur í byrjun hennar, gert ráð fyrir því, að með 2% af fasteignamatsfjárhæð fasteigna skuli stimpla öll skjöl um eignayfirfærslu. Þetta er það víðtækasta, sem hægt er að tiltaka í þessum efnum. Og það gæti hugsazt, að t.d. samningur um kaup á hlutabréfum, sem fæli í sér yfirfærslu fasteigna, gæti komið undir þetta ákvæði, ég skal ekki segja um það. En þessi ákvæði eru víðtækari en ákvæði núgildandi l.