15.05.1942
Neðri deild: 58. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

18. mál, stimpilgjald

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Fjhn. hefur haft þetta frv. til athugunar og leggur til, að það nái samþykki.

Efni frv. er að tryggja, að stimpilgjald sé framvegis greitt af raunverulegu söluverði fasteigna á hverjum tíma, en ekki af fasteignamatsverði þeirra.

Verð á fasteignum er nú gífurlegt. Flm. frv. í Ed. gat þess, að dæmi væru nú til þess hér, að fasteignir væru seldar fyrir allt að áttföldu fasteignamatsverði. Lét flm. þess jafnframt getið, að ef þetta frv. hefði orðið að l. í fyrra, væri ríkið nú hundruðum þúsunda ríkara en ella. Tveir nm., hv. 1. þm. Rang. og hv. þm. Vestm., leggja til í n. að leggja sérstakt gjald á fasteignasölu, þegar fasteignir eru seldar fyrir mjög hátt verð. N. mun síðar gera grein fyrir afstöðu sinni í heild til þessa máls.