13.05.1942
Efri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

15. mál, málflytjendur

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Herra forseti! Í þessu frv., sem hefur verið samþ. af Nd,, eru dregin saman í eina heild þau l., sem nú gilda um málflytjendur, en það er 3. kaflinn í l. um hæstarétt, 5. kafli l. um meðferð einkamála og loks l. um breyt. á þeim l. Yfirleitt má segja, að uppistaðan, í þessu frv. séu þau lagafyrirmæli, sem áður voru í gildi, en þó er hér nokkru við bætt, og skal ég geta um það helzta.

Í 7. gr. er gert ráð fyrir, að héraðsdómarar og hæstaréttarmálaflutningsmenn skuli hafa . með sér félagsskap, en til þess var ekki skylda áður. Í félags skuli vera staðfest af dómsmrh., og enn fremur er bætt inn í 8. gr. nýju ákvæði um, að stjórn þessa félags skuli hafa úrskurðarvald í ýmsum málum, sem varða stéttina og hagsmuni hennar, an þessum úrskurðum má skjóta til hæstaréttar samkv. reglum um kæru og samkv. einkamálal.

Um hæstaréttarmálaflutningsmenn eru þau sérákvæði, að aldurstakmark þeirra er fært úr 25 árum upp í 30 ár.

Einnig er fellt niður það skilyrði fyrir að mega flytja mál fyrir hæstarétti, að menn hafi fengið 1. einkunn við próf. Um þetta hafa staðið allmiklar deilur að undanförnu.

Í 9. gr. er gert ráð fyrir, að nokkrir menn, sem sérstaklega eru nefndir, þurfi ekki að ganga undir það próf, sem annars er tilskilið til þess þess að geta orðið hæstaréttarmálaflutningsmenn. Það eru hæstaréttardómarar, prófessorar í lögum, bæjarfógetar, dómarar í Reykjavík og dómsmrh. Slík undanþága var ekki til í l. áður.

Viðvíkjandi héraðsdómslögmönnum er sú breyt., að dómsmrh. veiti þeim leyfi til málflutnings, en áður var það hlutaðeigandi dómstóll, og er það í samræmi við ákvæði, sem gilda með öðrum þjóðum, t.d. Dönum. Um héraðsdómslögmenn er einnig sett inn það ákvæði; sem var fellt úr 1940, að þeir, sem hafa rétt til að verða skipaðir héraðsdómarar, skuli vera undanþegnir þeirri prófraun, sem sett er með l. um meðferð einkamála.

Þetta eru í stuttu máli þær breyt., sem ætlazt er til, að gerðar verði á núgildandi l., að því er snertir málflutning.

Allshn. hefur athugað frv. og hefur m.a. átt um það tal við hæstaréttardómarana og einnig leitað umsagnar Málflutningsmannafélags Íslands. N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ., en þó með nokkrum breyt., sem birtar eru í nál. á þskj. 395.

Áður en ég vík að þeim brtt., vil ég minnast á tvö atriði, sem n. hafði til athugunar, sem henni þótti orka tvímælis, enda þótt hún bæri þar ekki fram neinar brtt. Fyrra atriðið er breyt. á heiti málflytjenda. Þeir hafa verið nefndir hæstaréttarmálflutningsmenn og héraðsdómsmálflutningsmenn, en eiga nú að heita hæstaréttarlögmenn og héraðsdómslögmenn. Þetta er í samræmi við það, sem gilti, áður en hæstiréttur kom inn í landið, því að þá voru málflytjendur við yfirdóminn kallaðir yfirdómslögmenn. Er ekkert athugavert við það annað en það, að ef til vill er óviðfelldið að taka upp þessa breyt. vegna þess, að héraðsdómarinn í Reykjavík heitir lögmaður, og er það embættisheiti hans. Má segja, að ekki sé viðkunnanlegt, að bæði dómarar og þeir, sem mál flytja fyrir dómi, hafi sama heiti. N. hefur þó ekki lagt til að breyta þessu. Stafar það af því, að þetta heiti er nokkru styttra, og þar að auki mun hitt varla teljast góð íslenzka. En þetta lögmannsheiti er í sjálfu sér ekki fremur hægt að kalla nafn á þeim, sem fara með dómsvald, en þeim, sem flytja nál. Heitið þýðir upphaflega sama og lögfróður maður, þó að það væri notað sem heiti á sérstökum embættismönnum, eftir að Ísland komst undir Noregskonung. Þyki ekki viðfelldið að hafa þessi heiti þannig áfram í l., þá má vel breyta þessu, t.d. þannig, að dómarinn í Reykjavík héti borgardómari, en dómarar í öðrum bæjum hétu bæjardómarar. N. hefur þó ekki gert till. um þetta, en vill aðeins benda á þetta til athugunar.

Annað, sem n. velti dálítið fyrir sér, var ákvæði í 8. gr., þar sem heimlað er að leggja undir úrskurð stj. málflutningsmannafélagsins ýmis mál, sem snerta hagsmuni félagsins og þeirra, sem við málflutningsmennina skipta, og skjóta megi úrskurði hennar til hæstaréttar. Með þessu er í raun og veru verið að lögfesta sérstakan dómstól að því er snertir það takmarkaða vald, sem hann hefur, því að eftir þessu ákvæði þarf ekki að bera slíkan ágreining undir undirdóm, heldur má skjóta honum beint til hæstaréttar, en þetta mun vera tekið upp úr danskri löggjöf, og hefur þá sennilega ekkert þótt við það að athuga þar. Ég hygg, að hér muni verða um svo fá mál að ræða, að þetta megi standa í l., og hefur n. því ekki gert brtt. við þetta atriði.

Af brtt., sem n. hefur borið fram, er í fyrsta lagi brtt. við 7. gr., sem gengur í þá átt, að fellt sé niður úr gr. ákvæðið um það, að gjaldskrá félagsins skuli staðfest af dómsmrh. Eins og tekið er fram í grg., þá er ástæðan sú, að með þessu gætu dómstólarnir verið bundnir of mikið í þeim ágreiningsmálum, sem snerta kröfur málflutningsmanna á hendur umbjóðendum sínum fyrir flutning mála. Í sjálfu sér er það þannig, að dómstólarnir eru eftir sem áður óbundnir um að láta málskostnað falla niður eða taka málskostnaðarkröfuna ekki til greina nema að nokkru. leyti, en í málum, sem risa kynnu út af ágreiningi milli málflutningsmanns og umbjóðanda hans um þá þóknun, sem umbjóðandinn ætti að greiða honum, mundu dómstólarnir sennilega líta svo á, að þeir væru bundnir af gjaldskránni, en hún m.a. ákveður, að upphæð þóknunar skuli miðuð við þá kröfu, sem er gerð án tillits til þess, hvað endanlega verður tildæmt af þeirri kröfu. Ef það ætti að vera reglan, að dómstólar ættu að vera bundnir við þetta eins og t.d. við gjaldskrá héraðslækna, þá gæti þetta verið varhugavert ákvæði að því leyti, að hagsmunir almennings væru ekki eins vel tryggðir og skyldi. Þess vegna hefur n. lagt til, að þetta ákvæði verði fellt niður.

Eins og frv. kom frá Nd., þá var í 9. gr. ákvæði um, að hæstaréttardómarar, prófessorar í lögum, bæjarfógetar og dómsmrh. þyrftu ekki að ganga undir þetta próf, sem um ræðir í gr. Nú er tvímælalaust ekki ástæða til, að maður, sem hefur verið hæstaréttardómari eða kennari í lögfræði, þurfi að ganga undir próf til að sýna, að hann sé fær um að flytja mál fyrir hæstarétti. Er því ekkert að athuga við þá undanþágu, sem gerð er um þá, en sama verður ekki sagt um aðra, sem nefndir eru í frv., t.d. bæjarfógeta í sumum kaupstöðum, þar sem lítið er um dómsmál og þeir fá því litla æfingu í að fást við dómsstörf. Ef þeir eru teknir, þá má alveg eins taka aðra, sem ekki hefðu síður rétt til að fá þessa undanþágu, t.d. þá, sem lengi hafa gegnt fulltrúastörfum hjá dómurum í Reykjavík og sumum kaupstöðum landsins, sem margir hafa mikla æfingu í öllu, sem lýtur að meðferð dómsmála. Til þess að reyna að ráða bót á þessu, hefur n. orðið sammála um að leggja til, að það sé lagt á vald hæstaréttar, hvort hann í hverju tilfelli geri kröfu til, að þeir aðilar, sem hér um ræðir, sem æskja að verða hæstaréttarmálflutningsmenn, þurfi að taka þetta próf, þannig að ef hæstarétti þykir ástæðulaust að krefjast þessarar prófraunar, þá megi hann fækka þeim málum eða fella þau alveg niður, sem flytja þarf til að öðlast þennan rétt. Í ákvæðum um héraðsdómslögmenn er sett sama skilyrði, að þeir skuli hafa flutt fjögur mál fyrir dómstóli, áður en þeir fá rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómi, en í núverandi l. eru þeir, sem hafa verið dómarar eða hafa verið skipaðir í fasta dómarastöðu, undanþegnir. Þetta er fellt niður. Það er ekki einu sinni gert ráð fyrir, að þeir sömu menn, sem þurfa ekki að taka próf til að verða hæstaréttarmálflutningsmenn, þurfi ekki að taka próf til að verð. héraðsdómslögmenn, en sennilega má með lagajöfnuði sanna, að þeim sé einnig veitt heimild til að flytja mál fyrir undirrétti án þess að taka til þess nokkurt próf, en það sýnist í sjálfu sér ekki vera nein ástæða til að hafa strangari kröfur um héraðsdómslögmenn en hæstaréttarlögmenn. N. hefur því ekki séð ástæðu til að fella niður þau ákvæði, sem gilda um þetta samkv. l. frá 1940, og hefur því lagt til, að þau ákvæði verði tekin upp. Einnig eiga þeir að fá undanþágu, sem hafa verið fulltrúar í þrjú ár hjá dómara, t.d. héraðsdómara, en eftir að nál. kom út, hefur n. fengið tilmæli um að endurskoða þetta atriði. Í tilefni af því vil ég fyrir hönd n. taka þessa brtt. aftur til 3. umr.

Ég hef nú skýrt frá þeim breyt., sem ætlazt er til, að gerðar verði, og breyt., sem n. leggur til. að verði gerðar.