20.05.1942
Efri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (1933)

128. mál, ógilding gamalla veðbréfa

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Ég hygg, að það þurfi ekki að segja nein sérstök ákvæði um þetta efni, því að það er til í l. heimild til þess, að maður geti undir víssum kringumstæðum fengið ógildingardóm á slíkum skuldabréfum. En hann verður þá að kosta málareksturinn. Ég hygg, að það sé varhugavert að fela héraðsdómurum almennt að gefa út slíkar stefnur. Því að það þarf að færa viss rök fyrir því, áður en slíkur dómur er gefinn út, að skuldabréf sé glatað og að það sé greitt. Ég trúi ekki öðru en að þessi l. muni nægja, sem ég gat um, fyrir þetta tímabil, sem hv. 1. þm. N.-M. nefndi, og því virðist mér ekki vera ástæða til þess að setji almenna heimild inn í þessi l. um þetta efni.